Sigurður stýrir kínverska landsliðinu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson. mbl.is/Styrmir Kári

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, mun stjórna kínverska kvennalandsliðinu í leikjum þess gegn Ástralíu síðar í þessum mánuði en frá þessu er greint á Twitter-síðu kínverska knattspyrnusambandsins.

Sigurður Ragnar mun leysa Frakkann Bruno Bini af hólmi en hann hefur verið settur af vegna slaks gengis kínverska landsliðsins upp á síðkastið en Bini hefur þjálfað landsliðið frá árinu 2015. Sigurður tók við þjálfun kínverska kvennaliðsins Jiangsu Suning í janúar og undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari í sumar.

Sigurður hefur þegar valið 26 manna leikmannahóp fyrir leikina gegn Áströlum sem fram fara 22. og 26. þessa mánaðar. Kínverjar hafa átt að skipa einu af betri landsliðuum heims en þeir eru í 13. sæti á nýjasta styrkleika Alþjóða knattspyrnusambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert