Agüero með hraði á sjúkrahús í hálfleik

Sergio Agüero leið út af í búningsklefanum.
Sergio Agüero leið út af í búningsklefanum. AFP

Sergio Agüero, framherji Manchester City og argentínska landsliðsins, var fluttur með hraði á sjúkrahús eftir að hafa liðið út af í hálfleik þegar Argentína og Nígería mættust í vináttuleik.

Agüero spilaði fyrri hálfleikinn en í búningsklefanum í hálfleik á að hafa liðið yfir hann. Í kjölfarið var hann sendur með hraði á sjúkrahús þar sem hann var við meðvitund, en ekki er vitað nánar um líðan hans á þessari stundu.

Agüero skoraði sjálfur annað mark Argentínu sem var 2:1 yfir í hálfleik, en Nígería fór hins vegar með 4:2 sigur af hólmi.

mbl.is