Ronaldo á leið frá Real Madrid?

Cristiano Ronaldo í leik með Real Madrid á leiktíðinni.
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madrid á leiktíðinni. AFP

Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo hafi hafnað tilboði Real Madrid um framlengingu á samningi hans við félagið. Þá hafi Ronaldo farið þess á leit við forráðamenn Real Madrid að þeir selji hann fyrir sanngjarnt verð næsta sumar. 

Ronaldo hefur farið rólega af stað í deildinni með Real Madrid á yfirstandandi leiktíð, en spurning er hvort slæmur taktur í samningaviðræðum hans við félagið á þátt í markaþurrðinni.

Ronaldo hóf leiktíðina í fjögurra leikja banni, en hann hefur síðan einungis skorað eitt mark í deildinni í sjö leikjum. Real Madrid er í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig eins og sakir standa, átta stigum á eftir Barcelona, sem trónir á toppi deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert