Hef þessa tölu fyrir mig

Alfreð að skora úr vítaspyrnunni á laugardaginn.
Alfreð að skora úr vítaspyrnunni á laugardaginn. Ljósmynd/Augsburg

„Það var létt æfing í morgun og svo er frí á mánudag og þriðjudag,“ sagði Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í Þýskalandi í gær.

Alfreð skoraði tvö mörk í 3:1-útisigri Augsburg gegn Mainz í þýsku 1. deildinni á laugardag og er kominn með átta deildarmörk á tímabilinu.

Fjölskylda Alfreðs ákvað því að skella sér í smá slökun en næsti leikur Augsburg er næstkomandi sunnudag. „Það er smá verðskuldað frí núna,“ sagði Alfreð. Hann er vitanlega ánægður með sigurinn á laugardag og gengi Augsburg upp á síðkastið:

„Ég held að allir sem koma að liðinu séu sáttir. Það er einhvern veginn allt auðveldara þegar við vinnum leiki, allir léttari og lífið auðveldara.“

Gengi Augsburg er mun betra á yfirstandandi tímabili en því síðasta. Þá lenti liðið í miklum meiðslavandræðum og bjargaði sér frá falli í síðustu umferðinni. „Við misstum fimm eða sex leikmenn í meiðsli á sama tíma í fyrra og það væru erfiðleikar hjá hvaða liði sem er hérna að missa það marga menn. Við náðum að komast í gegnum það og sýndum mikinn styrk,“ sagði Alfreð og bætti við að vonandi myndi Augsburg tryggja sæti sitt í deildinni fyrr núna. Liðið er sem stendur í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Mönchengladbach sem er í 4. sæti.

Sjá allt viðtalið við Alfreð í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert