Ég fæ venjulega Real Madrid

Jürgen Klopp var brosmildur í kvöld.
Jürgen Klopp var brosmildur í kvöld. AFP

„Það gat enginn ímyndað sér að leikurinn myndi fara svona, þetta var allt eða ekkert fyrir bæði lið. Spartak er með mjög gott lið og það er erfitt að spila á móti því. Við byrjuðum hins vegar mjög vel og við þurftum varla að verjast," sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool eftir 7:0-sigur sinna manna á Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liverpool tryggði sér toppsæti E-riðils með sigrinum. 

Staðan var orðin 3:0 eftir tæplega 20 mínútur. 

„Það hjálpar auðvitað að skora snemma og ég sagði við strákana í hálfleik að við vildum læra af mistökum og bæta enn meira í eftir hlé. Ég get ekki kvartað yfir neinu í kvöld."

Klopp á sér ekki óskamótherja í næstu umferð en segist venjulega fá Liverpool í Meistaradeildinni.

„Mér er sama hvað við fáum í næstu umferð. Ég fæ venjulega Real Madrid en við skulum bíða og sjá," sagði Klopp. 

mbl.is