Liverpool sakar leikmenn Spartak um rasisma

Rhian Brewster varð heimsmeistari með enska U17 ára landsliðinu í …
Rhian Brewster varð heimsmeistari með enska U17 ára landsliðinu í sumar. AFP

U19 ára lið Liverpool og Spartak Moskvu mættust í Evrópukeppni ungmenna á Prenton Park, heimavelli Tranmere Rovers, í dag. Svo fór að Liverpool vann leikinn, 2:0, en þrátt fyrir það gengu ekki allir leikmenn liðsins glaðir af velli. 

Rhian Brewster, einn efnilegasti leikmaður Englands í dag, lék í framlínu Liverpool í leiknum og þurftu þjálfarateymi og liðsfélagar hans að róa hann niður í leikslok, þar sem leikmenn Spartak virtust vera með rasisma í hans garð. 

Leikmenn liðanna tókust ekki í hendur í leikslok. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rússneska félagið er staðið að verki við rasisma. Stuðningsmenn þess gerðust sekir um slíkt athæfi í fyrri leik liðanna sem leikinn var í Rússlandi. 

Heyra mátti apahljóð frá stuðningsmönnunum í átt til Bobby Adenkanye, leikmanni Liverpool, og nú enn á ný virðast þeir rússnesku sekir um rasisma. Einhverjir hafa áhyggjur af vandamálinu er HM í Rússlandi fer fram næsta sumar, en þetta er alls ekki einsdæmi um rasisma á knattspyrnuvöllum í landinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert