Ragnar ekki fengið laun í fjóra mánuði?

Ragnar Sigurðsson í búningi Rubin Kazan.
Ragnar Sigurðsson í búningi Rubin Kazan. Ljósmynd/Rubin Kazan

Alex Song, leikmaður Rubin Kazan og liðsfélagi landsliðsmannsins Ragnars Sigurðssonar vill yfirgefa félagið því leikmenn hafa ekki fengið borgaða krónu frá félaginu síðustu fjóra mánuði. Sky Sports greinir frá þessu í kvöld. 

Samkvæmt fréttinni hefur enginn leikmaður Kazan fengið greidd laun í mánuðina fjóra, þar á meðal Ragnar, sem er í láni hjá rússneska félaginu frá Fulham á Englandi.

Rubin Kazan hefur ekki staðið undir væntingum á leiktíðinni og aðeins unnið fimm leiki til þessa og eru Ragnar og félagar í 12. sæti. 

mbl.is