Ronaldo bætti enn eitt metið

Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í kvöld.
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Cristiano Ronaldo bætti við enn einu meti sínu í stóra metabók sína er hann skoraði annað mark Real Madrid í 3:2-sigrinum á Dortmund í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 

Með markinu varð hann fyrsti leikmaðurinn til að skora í öllum leikjum riðlakeppninnar í Meistaradeildinni, en markið var hans níunda í riðlakeppninni á leiktíðinni. 

Real Madrid varð hins vegar að sætta sig við 2. sæti riðilsins, þar sem Tottenham tók efsta sætið. 

mbl.is