Arsenal kláraði riðilinn með risasigri

Arsenal fagnar einu af sex mörkum sínum í kvöld.
Arsenal fagnar einu af sex mörkum sínum í kvöld. AFP

Arsenal rak endahnútinn á riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stórsigri á BATE Borisov, 6:0, þegar liðin mættust á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Mathieu Debuchy, Theo Walcott, Jack Wilshere, Oliver Giroud og Mohamed Elneny skoruðu mörk Arsenal, auk þess sem eitt markið var sjálfsmark. Arsenal vann riðilinn örugglega, en Rauða stjarnan fylgir liðinu áfram á meðan Köln situr eftir ásamt BATE.

Fyrr í kvöld lauk keppni í sex riðlum eins og mbl.is greindi frá, en hér að neðan má sjá lokastöðuna í hinum riðlunum. Efstu tvö liðin fara áfram.

G-riðill: Viktoria Plzen 12, Steaua Búkarest 10, Lugano 9, Hapoel Beer-Sheva 4
H-riðill: Arsenal 13, Rauða stjarnan 9, Köln 6, BATE 9
I-riðill: Salzburg 12, Marseille 8, Konyaspor 6, Vitoria Guimaraes 5
J-riðill: Athletic Bilbao 11, Östersund 11, Zorya Lugansk 6, Hertha Berlin 5
K-riðill: Lazio 13, Nice 9, Zulte Waregem 7, Vitesse 5.
L-riðill: Zenit Pétursborg 16, Real Sociedad 12, Rosenborg 5, Vardar Skopje 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert