Everton vann loksins í Evrópudeildinni

Ademola Lookman fagnar öðru af tveimur mörkum sínum fyrir Everton ...
Ademola Lookman fagnar öðru af tveimur mörkum sínum fyrir Everton í kvöld. AFP

Enska úrvalsdeildarliðið Everton vann loks leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið heimsótti Apollon frá Kýpur í lokaumferðinni í kvöld. Everton átti þó enga möguleika á að komast áfram fyrir leikinn.

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í liði Everton eins og margir af fastamönnum liðsins sem ferðuðust ekki til Kýpur. Það var Ademola Lookman sem skoraði bæði mörkin í 2:0-sigri, en upp úr E-riðlinum fara Atalanta og Lyon.

Viðar Örn Kjartansson og lið hans Maccabi Tel Aviv vann einnig sinn fyrsta leik í A-riðli þegar liðið vann útisigur á Villarreal 1:0. Viðar Örn sat allan tímann á bekknum hjá Maccabi, en Villarreal og Astana frá Kasakstan fara áfram úr riðlinum.

Síðari hluti lokaumferðarinnar fer fram í kvöld, en lokastaðan í riðlunum sem er lokið má sjá hér að neðan. Efstu tvö liðin fara áfram.

A-riðill: Villarreal 11, Astana 10, Slavia Prag 8, Maccabi Tel Aviv 4
B-riðill: Dynamo Kiev 13, Partizan 8, Young Boys 6, Skenderbeu 5
C-riðill: Braga 10, Ludogorets 9, Istanbul Basaksehir 8, Hoffenheim 5
D-riðill: AC Milan 11, AEK Aþena 8, Rijeka 7, Austria Vín 5.
E-riðill: Atalanta 14, Lyon 11, Everton 4, Apollon 3
F-riðill: Lokomotiv Moskva 11, FC Kaupmannahöfn 9, Sheriff Tisaspol 9, Fastav Zlín 2.

mbl.is