Klinsmann fær tækifæri í kvöld

Jonathan Klinsmann.
Jonathan Klinsmann. Ljósmynd/Hertha Berlin

Jonathan Klinsmann, sonur þýsku goðsagnarinnar Jürgen Klinsmann, fær í kvöld tækifæri á milli stanganna með aðalliði Herthu Berlin í fyrsta sinn þegar liðið mætir sænska liðinu Östersund í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

„Varamarkvörður okkar, Tomas Kraft, er rúmliggjandi með flensu og við viljum ekki taka áhættu á að aðalmarkvörðurinn Rune Jarstein meiðist,“ segir Pal Dardai, þjálfari Herthu Berlin, í samtali við þýska blaðið Bild en þýska liðið á ekki möguleika á að komast áfram. „Jonathan verðskuldar að fá tækifæri og hann þarf einnig að sanna að hann geti höndlað sitt fræga nafn.“

Klinsmann er tvítugur að aldri og kom til Herthu Berlin í júní á þessu ári og hefur spilað með varaliði Berlínarliðsins í 3. deildinni. Hann er fæddur í Kaliforníu í Bandaríkjunum og spilaði með U20 ára liði Bandaríkjanna á HM í Suður-Kóreu.

Karl faðir hans varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 1990 og var þjálfari þýska landsliðsins á HM árið 2006 þegar Þjóðverjar unnu til bronsverðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert