Paris SG skákar City og Liverpool

Edinson Cavani og Neymar hafa skorað grimmt fyrir Paris SG ...
Edinson Cavani og Neymar hafa skorað grimmt fyrir Paris SG á leiktíðinni. AFP

Franska stórliðið Paris SG hefur skorað flest mörk allra liða í Evrópu á þessu tímabili í öllum keppnum en Parísarliðið hefur skorað samtals 75 mörk.

Manchester City og Liverpool koma næst með 62 mörk en Liverpool skoraði sjö mörk gegn Spartak Moskva í lokaumferð Meistaradeildarinnar í gærkvöld en fyrr á leiktíðinni skoraði Liverpool sjö mörk gegn Maribor.

Þar á eftir koma: Bayern München (55), Manchester United (54), Barcelona (54),  Real Madrid (53), Chelsea (52), Borussia Dortmund (52).

mbl.is