Ráðist að Eiði Smára í Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen komst í hann krappann í gær.
Eiður Smári Guðjohnsen komst í hann krappann í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu frá upphafi, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í dag að fimm manns hafi ráðist á sig í Barcelona og reynt að ræna hann. 

Eiður sér spauglegu hliðina á atvikinu í færslunni. „Fimm menn réðust að mér í Barcelona í gærkvöldi og reyndu að ná úrinu mínu. Ef þeir vildu vita hvað klukkan var hefðu þeir bara átt að spyrja mig," skrifaði Eiður. 

Hann virtist hafa sloppið ómeiddur frá atvikinu og svo virðist sem Eiður sé enn með úrið í sínum fórum. 

mbl.is