Semedo lýsir rifrildinu við Neymar

Nelson Semedo
Nelson Semedo AFP

Nelson Semedo, leikmaður Barcelona, komst í fréttirnar í sumar fyrir rifrildi sitt við dýrasta knattspyrnumann heims, Neymar, á æfingasvæði liðsins í Los Angeles á undirbúningstímabilinu í sumar. 

Rifrildið endaði með því að Neymar rauk af æfingunni í fýlu og gekk hann stuttu síðar í raðir PSG í Frakklandi. „Auðvitað hafði þetta áhrif á mig. Neymar var einn sá mikilvægasti hjá félaginu og þetta angraði mig. Á þessum tíma vissi ég ekki að hann vildi yfirgefa Barcelona," sagði Semedo í samtali við Maisfutebol. 

„Það kom mér mikið á óvart að hann vildi fara til PSG. Hann var mikilvægur hjá Barcelona og öllum líkaði vel við hann. Mér fannst furðulegt hvernig hann brást við á æfingunni því ekkert óeðlilegt átti sér stað," sagði Semedo að lokum. 

mbl.is