Hörður nartar í hæla Arons

Hörður Björgvin Magnússon í leik með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu.
Hörður Björgvin Magnússon í leik með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Bristol City sem hafði betur, 2:1, þegar liðið mætti Nottingham Forrest í 22. umferð ensku B-deildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Jón Daði Böðvarsson kom inná sem varmaður í 2:0-tapi Reading gegn Ipswich Town. Þá sat Birkir Bjarnason allan tímann á varamannabekknum hjá Aston Villa sem laut í lægra haldi gegn Derby County með tveimur mörkum gegn engu. 

Bristol City er í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig og er einu stigi á eftir Aroni Einar Gunnarssyni og félögum hans hjá Cardiff City sem mæta Hull City klukkan 17.30 í kvöld.

Aston Villa er síðan í fimmta sæti deildarinnar með 37 stig. Reading er svo í 14. sæti deildarinnar með með 27 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert