Sjö komust yfir tíu marka þröskuldinn

Viðar Örn Kjartansson var langmarkahæsti íslenski atvinnumaðurinn í ár.
Viðar Örn Kjartansson var langmarkahæsti íslenski atvinnumaðurinn í ár. Ljósmynd/.maccabi-tlv.co.il

Fimm íslenskir knattspyrnumenn afrekuðu það á árinu 2017 að skora að minnsta kosti 10 mörk í atvinnumannadeildum.

Hinn tvítugi Albert Guðmundsson skoraði þau flest eða 19, öll fyrir varalið PSV Eindhoven en með því hefur U21-landsliðsfyrirliðinn leikið í næstefstu deild Hollands síðustu þrjár leiktíðir. Í vetur hefur Albert svo komið við sögu í fjórum leikjum með aðalliði PSV, en samtals aðeins leikið sjö mínútur í hollensku úrvalsdeildinni.

Ef horft er til heildarfjölda marka sem skoruð hafa verið í deild og aðalbikarkeppni hvers lands, í Evrópukeppni og í landsleikjum, þá er Viðar Örn Kjartansson langmarkahæstur íslenskra atvinnumanna á árinu 2017. Viðar skoraði 26 mörk fyrir ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv á árinu, og eitt mark í vináttulandsleik fyrir íslenska landsliðið, eða samtals 27 mörk í 52 leikjum. Viðar hefur reyndar áður afrekað það að skora 27 mörk á einu almanaksári, þegar hann var leikmaður Vålerenga í Noregi árið 2014.

Þegar mörk í deild, bikar, Evrópukeppni og landsleikjum eru talin hafa alls sjö íslenskir atvinnumenn komist yfir 10 marka þröskuldinn á þessu ári. Aðrir voru ansi langt frá því marki.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert