Rekinn frá Milan og tekur við Sevilla

Leikmenn Sevilla fagna marki.
Leikmenn Sevilla fagna marki. AFP

Spænska knattspyrnuliðið hefur náð samkomulagi við Ítalann Vincenzo Montella um að taka við þjálfun liðsins.

Montella var rekinn úr starfi þjálfara hjá AC Milan í síðasta mánuði eftir aðeins 17 mánuði í starfi. Hann á að taka við þjálfun Sevilla sem rak Eduardo Berizzo frá störfum aðeins einum mánuði eftir að hann greindi frá því að hann hefði verið greindur með blöðruhálskirtilskrabbamein.

Sevilla er í fimmta sæti í spænsku 1. deildinni og er 16 stigum á eftir toppliði Barcelona. Þá er Sevilla komið í 16-liða úrslit í Meistaradeildinni þar sem liðið mætir Manchester United.

mbl.is