Gunnhildur vestur um haf

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik gegn Færeyingum.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik gegn Færeyingum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, mun spila í bandarísku atvinnumannadeildinni, einni alsterkustu deild heims, á nýju ári.

Gunnhildur Yrsa staðfestir það í Morgunblaðinu í dag að hún hefði komist að samkomulagi við eitt af félögunum tíu í deildinni en vildi ekki gefa upp hvert félagið væri að svo stöddu.

Gunnhildur Yrsa verður þar með fimmti Íslendingurinn til að spila í bestu deild Bandaríkjanna. Dagný Brynjarsdóttir hefur leikið með ríkjandi meisturum Portland Thorns síðustu tvö ár, en óvíst er hvort hún verður þar áfram.

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert