Fór ansi langt fram úr Bale og Ronaldo

Philippe Coutinho á Camo Nou í gær.
Philippe Coutinho á Camo Nou í gær. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Philippe Coutinho skrifaði í gær formlega undir samning við spænska félagið Barcelona. Samningurinn gildir til sumarsins 2023.

Eftir þrjár misheppnaðar tilraunir Börsunga til að kaupa miðjumanninn snjalla frá Liverpool síðasta sumar tók enska félagið nú boði sem, þegar allt er talið, hljóðar upp á 142 milljónir punda, jafnvirði rúmlega 20 milljarða króna. Fyrir þá upphæð væri til að mynda hægt að fara 2 milljónir ferða á milli Liverpool og Barcelona, fram og til baka.

Coutinho er bæði dýrasti leikmaður sem Barcelona hefur keypt, örlítið dýrari en Ousmane Dembele sem félagið keypti frá Dortmund í sumar, sem og langdýrasti leikmaður sem keyptur hefur verið frá ensku félagi. Áður var Gareth Bale sá dýrasti sem farið hafði frá Englandi, en hann var seldur frá Tottenham til Real Madrid fyrir 86 milljónir punda árið 2013. Cristiano Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda árið 2009.

Sjá fréttaskýringuna í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert