James staðfestir komu Hermanns

Hermann Hreiðarsson og David James.
Hermann Hreiðarsson og David James. mbl.is/Árni Sæberg

David James nýráðinn þjálfari indverska úrvalsdeildarliðsins Kerala Blasters hefur staðfest að hann sé að fá Hermann Hreiðarsson í þjálfarateymi sitt en mbl.is greindi frá því á dögunum að Hermann væri á leið til Indlands og yrði líklega aðstoðarmaður fyrrum liðsfélags síns hjá Portsmouth og ÍBV.

„Hermann er góður vinur minn og ég mun fá hann í lið mitt á næstu dögum. Áður en ég kom hættu tveir aðstoðarþjálfarar svo aðeins ég og Thangboi Singto erum til staðar. Svo ég mun fá hann fljótlega,“ segir James í viðtali við vefinn The News í Portsmouth.

Hermann og James léku saman í þrjú tímabil með Portsmouth og urðu bikarmeistarar árið 2008 og leiðir þeirra lágu svo aftur saman árið 2013 þegar James léki í marki ÍBV undir stjórn Hermanns og var einnig í þjálfarateymi liðsins.

Hermann stýrði síðast kvennaliði Fylkis, en liðið féll úr Pepsi-deild kvenna síðasta haust og í kjölfarið hætti hann þjálfun liðsins. Þar áður stýrði Hermann karlaliði IBV árið 2013 og síðan karlaliði Fylkis frá 2015 til 2016.

mbl.is