Von á barninu í tæka tíð fyrir HM

Christian Eriksen.
Christian Eriksen. AFP

Danskir knattspyrnuáhugamenn vörpuðu öndinni léttar í gær þegar ljóst varð að besti leikmaður danska landsliðsins, Christian Eriksen, gæti að öllum líkindum tekið fullan þátt á HM í Rússlandi þrátt fyrir að verða pabbi næsta sumar.

Eriksen greindi frá því í desember að þau Sabrina Kvist Jensen ættu von á sínu fyrsta barni en í viðtali við leikmannasamtök Danmerkur í gær sagði hann það ekki koma til með að trufla HM í júní:

„Ég fer með á HM, svo lengi sem ég verð valinn. Sabrina er sett í lok maí, svo það ætti að vera tími til þess,“ sagði Eriksen, sem var í algjöru lykilhlutverki og skoraði 11 mörk í 12 leikjum fyrir Dani í undankeppni HM.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert