Parma hefur augastað á Birki

Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Ljósmynd/twitter

Samkvæmt heimildum Sky á Ítalíu hefur ítalska knattspyrnuliðið Parma áhuga á að fá landsliðsmanninn Birki Bjarnason til liðs við sig frá enska B-deildarliðinu Aston Villa.

Umboðsmaður Birkis er staddur á Ítalíu en samkvæmt frétt Sky á Ítalíu eru viðræður í gangi á milli Parma og Aston Villa um félagaskiptin. Um lánssamning yrði að ræða til að byrja með og möguleika á kaupum eftir leiktíðina. Parma er í 5.sæti ítölsku B-deildarinnar.

Birkir hefur einnig verið orðaður við ítalska A-deildarliðið SPAL en hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá Aston Villa á leiktíðinni og hefur fengið fá tækifæri undir stjórn Steves Bruce. Birkir sagði í samtali við mbl.is á dögunum að ef staða sín breyttist ekki hjá Villa yrði hann að komast í burtu.

Birkir þekkir ítalska fótboltann vel en hann lék með Pescara og Sampdoria á árunum 2013-15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert