Þjálfarinn var rekinn

Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Formaður norska knattspyrnuliðsins Avaldsnes, Helge Gaard, staðfestir við norska ríkisútvarpið að hann þekki sögu Hólmfríðar Magnúsdóttur knattspyrnukonu. Hún er ein þeirra íþróttakvenna sem stigu fram í gær og greindu frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni.

Hólmfríður gaf mbl.is leyfi í gær til að nafngreina sig varðandi frásögn af óeðlilegri framkomu þjálfara Avaldsnes í hennar garð. Hún nafngreinir ekki þjálfarann en NRK segir að reynt hafi verið að ná í hann án árangurs og eins hafi aðrir leikmenn liðsins neitað að tjá sig. Aftur á móti staðfesti stjórnandi meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Avaldsnes, Arne Utvik, sögu Hólmfríðar. 

„Ég get staðfest að þjálfaranum var vikið frá störfum vegna framkomu hans og áreitni í garð Hólmfríðar Magnúsdóttur,“ segir Utvik í samtali við NRK.

Utvik játar að hafa séð það sem þjálfarinn sendi Hólmfríði en hann sendi henni mjög óviðeig­andi mynd­ir og mynd­bönd af sjálf­um sér.

Í frásögn mbl.is í gær lýsir Hólmfríður því þegar þjálfaranum var sagt upp störfum: 

Hólm­fríður fékk mikið spennu­fall eft­ir að þjálf­ar­inn var rek­inn og gekk á vegg. „Ég náði ekki að hugsa nógu vel um mig með mataræði og hætti nán­ast að borða. Viku eft­ir að hann var rek­inn meidd­ist ég og var frá í sex vik­ur. Ég veit að þau meiðsli komu út af and­legu álagi og streitu. Eitt sem ég get sagt er að maður á að segja strax frá þegar hlut­irn­ir eru ekki í lagi og standa með sjálf­um sér.“

Frétt mbl.is: Þjálfarinn var ógeðslegur

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 2 3 6
2 Danmörk 2 2 4
3 Ástralía 2 2 1
4 Perú 2 0 0
L M Stig
1 Króatía 2 5 6
2 Nígeria 2 2 3
3 Ísland 2 1 1
4 Argentína 2 1 1
L M Stig
1 Brasilía 2 3 4
2 Sviss 2 3 4
3 Serbía 2 2 3
4 Kostaríka 2 0 0
L M Stig
1 Mexíkó 2 3 6
2 Þýskaland 2 2 3
3 Svíþjóð 2 2 3
4 Suður-Kórea 2 1 0
L M Stig
1 Belgía 2 8 6
2 England 1 2 3
3 Panama 1 0 0
4 Túnis 2 3 0
L M Stig
1 Japan 1 2 3
2 Senegal 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla