Turan á lán til Tyrklands

Arda Turan fagnar marki með Barcelona.
Arda Turan fagnar marki með Barcelona. AFP

Tyrkneski knattspyrnumaðurinn Arda Turan er genginn í raðir tyrkneska félagsins Istanbul Basaksehir á tveggja og hálfs árs láni frá katalónska stórveldinu Barcelona.

Þetta kemur fram á heimasíðu Barcelona í dag. Arda Turan á að baki 55 leiki fyrir Barcelona þar sem hann hefur skorað 15 mörk. Hann gekk í raðir liðsins frá Atlético Madrid árið 2015 og hefur síðan þá unnið sex titla á Spáni. Hann hefur hins verið miki frá vegna meiðsla á tímabilinu og ekki leikið einn einasta leik undir stjórn Ernestos Valverdes á tímabilinu.

Turan lék síðari leikinn í undankeppni HM með tyrkneska landsliðinu.

mbl.is