Flóki ætlar sér til Rússlands

Kristján Flóki fagnar með Start.
Kristján Flóki fagnar með Start. Ljósmynd/ikstart.no

„Það er frábært að vera mættur aftur. Ég er búinn að bíða spenntur eftir því að fá að spila á ný og komast í rútínu," sagði Kristján Flóki Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu í samtali við heimasíðu Start, félagsliði sínu.

Kristján Flóki var á meðal markaskorara Íslands gegn úrvalsliði Indónesíu fyrr í mánuðinum og segir hann markmiðið að vera í landsliðshópnum á HM í Rússlandi. 

„Það er alltaf heiður að spila með landsliðinu. Þetta var skemmtilegt verkefni með góðu liði. Ég mun alltaf muna eftir fyrsta landsliðsmarkinu mínu. Þetta var gott skallamark. Markmiðið er að vera í hópnum á HM, en ég verð að bæta leik minn töluvert til að fara með til Rússlands.

Start leikur í A-deildinni á næstu leiktíð eftir að liðið hafnaði í 2. sæti í B-deildinni. Flóki er spenntur að fara af stað. 

„Ég er í góðu standi og hlakka til næsta tímabils. Þetta eru spennandi tímar hjá liðinu og við erum á réttri leið með góða nýja leikmenn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert