Ragnar mættur til Rostov - myndskeið

Ragnar á sinni fyrstu æfingu með Rostov.
Ragnar á sinni fyrstu æfingu með Rostov. Ljósmynd/Rostov

Eins og mbl.is greindi frá í gær er Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, genginn í raðir rússneska félagsins Rostov. Hann er þriðji Íslendingurinn sem semur við Rostov síðasta árið, en hann hittir fyrir Sverrir Inga Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson hjá félaginu.

Við tilefnið gerði sjónvarpsstöð Rostov innslag um Ragnar og fyrsta daginn hans með liðinu. Þar má sjá Ragnar lenda á flugvellinum og mæta á sína fyrstu æfingu með nýju liðsfélögum sínum. 

Þetta skemmtilega myndband má sjá hér að neðan. 

mbl.is