Barcelona með 11 stiga forskot

Ivan Rakitic og Lionel Messi fagna marki í kvöld.
Ivan Rakitic og Lionel Messi fagna marki í kvöld. AFP

Barcelona vann öruggan 5:0-útisigur á Real Betis í spænsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var markalaus en Barcelona var mikið sterkari aðilinn í síðari hálfleik. 

Lionel Messi og Luis Suárez skoruðu tvö mörk hvor og Ivan Rakitic skoraði eitt. Atletico Madrid og Valencia eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og þau misstigu sig bæði um helgina og jókst forskot Börsunga því í ellefu stig. 

Real Madrid er í 4. sæti, 19 stigum á eftir Barcelona. 

mbl.is