Blóðugur Ronaldo fékk síma til að skoða sig

Ronaldo liggur slasaður á vellinum.
Ronaldo liggur slasaður á vellinum. AFP

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í 7:1-risasigri Real Madrid á Deportivo í A-deild Spánar í knattspyrnu í dag. Fabian Schär, varnarmaður Deportivo, sparkaði í höfuð Ronaldo um leið og Portúgalinn skoraði annað markið sitt með þeim afleiðingum að hann fékk skurð.

Ronaldo lá í grasinu í nokkra stund, áður en hann stóð upp, alblóðugur. Hann hafði síðan mikinn áhuga á að sjá ástandið á skurðinum á leið sinni af vellinum, svo hann fékk lánaðan síma til að skoða sig. 

Hér að neðan má sjá myndband af markinu og þegar Ronaldo skoðar sig vel. 

mbl.is