Svekkjandi jafntefli Emils og félaga

Emil Hallfreðsson í leik með Udinese.
Emil Hallfreðsson í leik með Udinese. AFP

Udinese og SPAL gerðu 1:1-jafntefli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður á 68. mínútu hjá Udinese í stöðunni 1:1. 

Með sigri hefði Udinese aðeins verið einu stigi frá Evrópusæti, en SPAL er í fallsæti og úrslitin því vonbrigði fyrir Emil og félaga. 

Þess í stað er Udinese í 9. sæti með 29 stig, fjórum stigum minna en Sampdoria sem er í síðasta Evrópusæti deildarinnar. 

mbl.is