Danir steinlágu í því í nótt

Pernille Harder, fyrirliði Danmerkur, í baráttu um boltann við Julie …
Pernille Harder, fyrirliði Danmerkur, í baráttu um boltann við Julie Ertz í leiknum í nótt. AFP

Danska kvennalandsliðið í knattspyrnu, sem vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í fyrra, mætti Bandaríkjunum í vináttuleik í Kaliforníu í nótt. Þar lágu Danir heldur betur í því, 5:1.

Danir komust reyndar yfir í leiknum með marki Nadiu Nadim strax á 14. mínútu, en komust lítt áleiðis eftir það. Alex Morgan og Julie Ertz komu Bandaríkjunum yfir með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla, áður en Mallory Pugh skoraði tvívegis eftir hlé og Crystal Dunn innsiglaði 5:1-sigur Bandaríkjanna.

Bandaríkin eru í efsta sæti heimslista FIFA en Danir eru í 12. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert