Fullt hús undir stjórn Sigurðar Ragnars

Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir kínverskri landsliðskonu til á æfingu liðsins …
Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir kínverskri landsliðskonu til á æfingu liðsins fyrir mótið. Ljósmynd/@ChinaWFT

Kín­verska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu, und­ir stjórn Sig­urðar Ragn­ars Eyj­ólfs­son­ar, vann í dag þriðja og síðasta leik sinn á fjögurra þjóða alþjóðlegu móti sem fram hefur farið í Foshan í Kína. Kínverska liðið vann alla sína leiki á mótinu.

Í lokaleiknum í dag tók Kína á móti Kólumbíu, sem einnig var taplaust til þessa á mótinu. Kínverska liðið var hins vegar sterkari aðilinn og fór með 2:0-sigur af hólmi með mörkum Wang Shuang beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik áður en Ren Guixin innsiglaði sigurinn eftir hlé.

Kína hafði áður unnið 4:0-sigur á Víetnam í fyrsta leik og svo 2:1-sigur gegn Taílandi áður en kom að sigrinum í dag og lauk Kína því mótinu með fullu húsi stiga.

Kína mætir íslenska landsliðinu í Algarve-bikarnum í byrjun mars. Auk Sig­urðar Ragn­ars, sem tók við liðinu skömmu fyr­ir jól, eru Hall­dór Björns­son og Dean Mart­in í þjálf­arat­eymi liðsins.

Mörk Kína í leiknum má sjá í meðfylgjandi myndskeiðum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert