Man. United með hæstu tekjur í heimi

Manchester United er á toppnum.
Manchester United er á toppnum. AFP

Manchester United er tekjuhæsta knattspyrnufélag í heimi samkvæmt nýjum útreikningum Deloitte. Þetta er í 10. sinn sem United er efst á listanum.

United þénaði á síðustu leiktíð 676 milljónir evra, rúma 85 milljarða króna, en í öðru sæti eru Evrópumeistarar Real Madrid og Barcelona kemur þar á eftir, en um er að ræða tölur frá keppnistímabilinu 2016-2017.

Tekjuhæstu 20 félög heims eru nú samtals metin á tæpa 8 milljarða evra og hefur sú upphæð aldrei verið hærri. Þá eru 10 félög í ensku úrvalsdeildinni á meðal 20 efstu, sem einnig er nýtt met.

Listinn tekur ekki tillit til skulda félaga heldur aðeins tekna, en efstu tíu félögin má sjá hér að neðan.

1 Manchester United – 676,3 milljónir evra
2 Real Madrid – 674,6 milljónir evra
3 Barcelona – 648,3 milljónir evra
4 Bayern München – 587,8 milljónir evra
5 Manchester City – 527,7 milljónir evra
6 Arsenal – 487,6 milljónir evra
7 Paris SG – 486,2 milljónir evra
8 Chelsea – 428 milljónir evra
9 Liverpool – 424,2 milljónir evra
10 Juventus – 405,7 milljónir evra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert