Mark Arons dugði skammt

Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. Ljósmynd/www.werder.de

Aron Jóhannsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir þýska liðið Werder Bremen frá því í september 2016 þegar hann kom liði sínu í 2:0 í bikarleik gegn Bayer Leverkusen í kvöld. Það dugði því miður ekki til, þar sem Leverkusen jafnaði í venjulegum leiktíma og tryggði sér 4:2-sigur í framlengingu.

Framherjinn spilaði aðeins fyrri hálfleikinn, vegna meiðsla en Aron hefur verið afar óheppinn með meiðsli á ferli sínum með Werder Bremen. Hann skoraði markið á 8. mínútu en um síðustu helgi lagði hann sigurmark liðsins.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá mark Arons í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina