300 leikir - 309 mörk

Lionel Messi í leiknum gegn Getafe í gær.
Lionel Messi í leiknum gegn Getafe í gær. AFP

Leikur Lionel Messi gegn Getafe í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær var hans 300. leikur á Camp Nou, heimavelli Katalóníuliðsins.

Ekki tókst Messi að skora í þessum tímamótaleik frekar en öðrum leikmönnum Barcelona því leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Þetta var í fyrsta sinn síðan í nóvember 2016 sem Barcelona tekst ekki að skora á heimavelli í deildinni,

Tölfræðin hjá Messi í þessum 300 leikjum á Camp Nou er þessi:

201 deildarleikur - 212 mörk

56 meistaradeildarleikir - 55 mörk

34 bikarleikir - 31 mark

9 leikir í meistarar meistaranna - 11 mörk

mbl.is