Ronaldo með þriggja marka forskot

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Meistaradeild Evrópu fer aftur af stað í kvöld en þá verða spilaðir fyrstu tveir leikirnir í 16-liða úrslitunum.

Cristiano Ronaldo hefur ekki verið salla inn mörkum fyrir Real Madrid í spænsku 1. deildinni á tímabilinu. Hann skoraði þó þrennu um síðustu helgi og hefur þar með skorað 11 mörk, níu mörkum minna en Lionel Messi sem er markahæstur í deildinni.

Ronaldo er hins vegar markahæstur í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað 9 mörk þremur mörkum meira en næstu menn sem eru: Edison Cavani (Paris SG), Harry Kane (Tottenham), Wissan Ben Jedder (Sevilla) og Neymar (Paris SG).

Leikir kvöldsins eru:

19.45 Juventus - Tottenham
19.45 Basel - Manchester City

mbl.is