Fyrstur til að skora 100 mörk fyrir sama félag

Cristiano Ronaldo fagnar eftir leikinn gegn Paris SG í kvöld.
Cristiano Ronaldo fagnar eftir leikinn gegn Paris SG í kvöld. AFP

Cristiano Ronaldo varð í kvöld fyrsti leikmaðurinn til að skora 100 mörk í Meistaradeildinni fyrir sama félag.

Ronaldo náði þeim áfanga þegar hann skoraði fyrra mark sitt í 3:1 sigri Real Madrid gegn Paris SG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ronaldo bætti svo við öðru marki og hefur þar með skorað samtals 116 mörk í Meistaradeildinni.

Markahæstu leikmenn í Meistaradeildinni:

116 - Cristiano Ronaldo

97 - Lionel Messi

71 - Raul

56 - Ruud van Nistelrooy

53 - Karim Benzema

mbl.is