Real Madríd sigur í átta marka veislu

Marco Asensio var drjúgur í kvöld og skilaði tveimur mörkum …
Marco Asensio var drjúgur í kvöld og skilaði tveimur mörkum fyrir Madrídinga. AFP

Það var heldur betur blásið til veislu er Real Betis tók á móti Real Madríd á Benito Villamarín-vellinum í efstu deildinni á Spáni í knattspyrnu í kvöld.

Marco Asensio kom Evrópumeisturunum frá Madríd yfir snemma leiks en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum fyrir hálfleik. Fyrst jafnaði Aïssa Mandi metin áður en Nacho skoraði sjálfsmark til að gefa Betis forystuna.

Varnarmaðurinn Sergio Ramos er vel kunnugur því að skora en hann jafnaði metin fyrir Madrid snemma í síðari hálfleik áður en Asensio bætti við öðru marki sínu og hinn Cristiano Ronaldo skoraði svo fjórða mark liðsins.

Heimamenn klóruðu í bakkann undir lokin með marki Sergio León en hinn franski Karim Benzema innsiglaði að lokum sigur Madrídinga, 5:3, og þeir hafa nú 45 stig í fjórða sætinu, 17 stigum frá toppliðinu og erkifjendunum í Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert