Ekki góðar fréttir fyrir Juventus

Gonzalo Higuain varð fyrir meiðslum á ökkla.
Gonzalo Higuain varð fyrir meiðslum á ökkla. AFP

Argentínski sóknarmaðurinn Gonzalo Higuain  í liði Ítalíumeistara Juventus á það á hættu að missa af síðari leik sinna manna gegn Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Higuain, sem skoraði bæði mörk Juventus í 2:2 leiknum á móti Tottenham í síðustu viku, varð fyrir meiðslum á ökkla í leiknum gegn Torinó í ítölsku A-deildinni um nýliðna helgi og þurfti að fara af leikvellii eftir 15 mínútna leik en Argentínumaðurinn hefur skorað 24 mörk í öllum keppnum með Juventus á leiktíðinni.

Þá meiddist kantmaðurinn Federico Bernardeschi á hné í leiknum við Torinó og hann verður líklega frá keppni næstu fimm vikurnar sem þýðir að hann missir af leiknum gegn Tottenham á Wembley í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert