United slapp með jafntefli

Romelu Lukaku með boltann í kvöld
Romelu Lukaku með boltann í kvöld AFP

Manchester United og Sevilla gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Sevilla fékk mun fleiri og betri færi en David De Gea í markinu var svo sannarlega betri en enginn.

Luis Muriel fékk besta færið augnablikum áður en fyrri hálfleikur var allur en De Gea varði skalla hans af mjög stuttu færi með miklum tilþrifum. Sevilla átti alls 25 skot í leiknum gegn 6 hjá United og því heimamenn eflaust svekktir að hafa ekki náð að skora. 

Í Úkraínu hafði Shakhtar Donetsk betur gegn Roma, 2:1. Cengiz Ünder kom Roma yfir á 41. mínútu en Donetsk snéri leiknum sér í vil í seinni hálfleik með mörkum Facundo Ferreyra og Fred og þar við sat. 

Seinni leikur viðureignanna fer fram eftir tæpar þrjár vikur. 

Sevilla 0:0 Man. Utd opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti tvær mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert