Knattspyrnumaður ákærður fyrir morðtilraun

Ruben Semedo í leik með Villarreal.
Ruben Semedo í leik með Villarreal. AFP

Hinn 23 ára Ruben Semedo, leikmaður spænska knattspyrnufélagsins Villarreal, hefur verið ákærður fyrir morðtilraun sem átti sér stað á heimili leikmannsins í vikunni. Var hann einnig ákærður fyrir líkamsárás, rán og ólöglegan vopnaburð. 

Samkvæmt frétt frá spænska miðlinum Marca, skaut Semedo í átt að tveimur mönnum, til að ógna þeim á meðan þeir voru bundnir við stól og beitti hann þá líkamlegu ofbeldi á meðan. Náðust myndir af Semedo er hann yfirgaf dómsal í handjárnum í dag. Semedo verður í gæsluvarðhaldi á meðan réttað verður yfir honum. 

Ruben Semedo kom til Villarreal frá Sporting fyrir 14 milljónir evra fyrir leiktíðina, en hann hefur aðeins leikið fjóra leiki vegna meiðsla. 

Semedo í handjárnum á leiðinni í dómsal.
Semedo í handjárnum á leiðinni í dómsal. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert