Madridingar of sterkir fyrir Danina

Atlético Madrid er komið í 8 liða úrslit.
Atlético Madrid er komið í 8 liða úrslit. AFP

Atlético Madrid er komið í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta á kostnað FC Kaupmannahöfn. Liðin mættust í Madrid í kvöld og höfðu heimamenn betur, 1:0. Kévin Gameiro skoraði sigurmarkið snemma leiks. Atlético vann fyrri leikinn 4:1 og einvígið því samanlagt 5:1.

Zenit frá Pétursborg hafði betur gegn Celtic á heimavelli, 3:0 og komst áfram, samanlagt 3:1. Fyrrum leikmaður Chelsea, Branislav Ivanovic var áberandi hjá Zenit og skoraði eitt mark og lagði upp annað. 

Lyon er komið áfram eftir 1:0-útisigur á Villarreal í kvöld og fór einvígið 4:1, Lyon í vil. RB Leipzig frá Þýskalandi er einnig komið áfram, þrátt fyrir 2:0-tap á heimavelli gegn Napoli. Leipzig vann fyrri leikinn 3:1 og fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 

Hér að neðan má sjá úrslitin í leikjunum sem hófust kl. 18:
Atlético Madrid - FC Kaupmannahöfn 1:0 (samanlagt 5:1)
Dynamo Kíev - AEK Aþena 0:0 (samanlagt 1:1, Dynamo Kíev fer áfram)
Lazio - FCSB 5:1 (samanlagt 5:2)
Leipzig - Napoli 0:2 (samanlagt 3:3, Leipzig fer áfram)
Sporting - Astana 3:3 (samanlagt 6:4)
Viktoria Plzen - Partizan 2:0 (samanlagt 3:1)
Villarreal - Lyon 0:1 (samanlagt 1:4)
Zenit - Celtic 3:0 (samanlagt 3:1)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert