Nýtt met hjá Norðmönnum

Matthías Vilhjálmsson er þrefaldur meistari með Rosenborg sem leikur á …
Matthías Vilhjálmsson er þrefaldur meistari með Rosenborg sem leikur á grasi á Lerkendal-vellinum. Hér skorar hann sigurmark í leik. Ljósmynd/rbk.no

Norðmenn setja í ár nýtt met í fjölda leikja á gervigrasi í úrvalsdeild karla í fótbolta. Tíu af sextán liðum deildarinnar leika á gervigrasi á komandi keppnistímabili en aðeins sex eru ennþá með náttúrulegt gras á sínum leikvöngum.

Í úrvalsdeild kvenna er hlutfallið enn hærra en þar eru tveir þriðjuhlutar liðanna, átta af tólf, með gervigras á sínum heimavöllum.

Norðmenn hefja sitt tímabil fyrr en nokkru sinni áður. Ranheim frá Þrándheimi, sem leikur í fyrsta skipti í úrvalsdeild og er fyrsta liðið í deildinni um langt árabil sem ekki er með fulla atvinnumennsku, tekur á móti Brann í fyrsta leiknum laugardaginn 10. mars.

Fyrsta umferðin er leikin þannig að allir átta leikirnir fara fram á gervigrasi. Liðin sem enn eru með náttúrulegt gras spila fyrstu heimaleiki sína viku síðar, enda stendur mjög tæpt að sumir þeirra séu tilbúnir fyrir keppni um miðjan mars. Í heild verða aðeins 90 af 240 leikjum í deildinni á komandi tímabili leiknir á náttúrulegu grasi.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert