Albert verðlaunaður af PSV

Albert Guðmundsson fyrir leikinn.
Albert Guðmundsson fyrir leikinn. Ljósmynd/PSV

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var verðlaunaður fyrir leik með varaliði PSV Eindhoven í hollensku B-deildinni í gærkvöldi. Fékk hann þá viðurkenningu fyrir að hafa spilað sinn fyrsta leik með aðalliðinu, en það gerði hann þann 20. ágúst á síðasta ári.

Var Albert verðlaunaður með mynd af sjálfum sér koma inn á í fyrsta leiknum. Albert hefur lítið fengið að spreyta sig með aðalliðinu að undanförnu og verið á varamannabekknum í síðustu fjórum leikjum, án þess að koma inn á. 

Hann hefur samanlagt leikið um 70 mínútur í efstu deild í sjö leikjum. Albert hefur lagt upp þrjú mörk í þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert