Haukur Heiðar í undanúrslit

Haukur Heiðar Hauksson í leik með AIK.
Haukur Heiðar Hauksson í leik með AIK. Ljósmynd/aikfotboll.se

Haukur Heiðar Hauksson og liðsfélagar hans í AIK eru komnir áfram í undanúrslit í sænska bikarnum í fótbolta eftir 2:0-sigur á Örebro í átta liða úrslitunum í dag.

Haukur lék allan leikinn fyrir AIK og fékk að líta gula spjaldið á 78. mínútu. Ásamt AIK leika Djurgården, Östersund og Malmö í undanúrslitunum.

mbl.is