HM kostar Rússa sitt

HM styttan eftirsótta.
HM styttan eftirsótta. Ljósmynd/FIFA

Það mun kosta Rússa nærri 850 milljarða króna, eða um 8,5 milljarða dollara, að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla sem fram fer í landinu í sumar.

Þetta staðfestir Alexei Sorokin, formaður skipulagsnefndar heimsmeistaramótsins, í samtali við fréttastofuna TASS. Sorokin segir undirbúning mótsins vera á áætlun og ekki eigi eftir að hnýta marga lausa enda.

Milljarðarnir 850 hafa m.a. farið í að lagfæra eða byggja að nýju 12 knattspyrnuvelli, 96 æfingasvæði, hresst hefur verið upp á 31 lestarstöð auk þess sem fest hafa verið kaup á nýjum lestum. Einnig hefur verið lappað upp á flugstöðvar, hótel og fleira í þeim dúr.

Rússar reikna með að um ein milljón gesta sæki landið heim gagngert vegna mótsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert