United úr leik í Meistaradeildinni

Romelu Lukaku gat ekki falið vonbrigðin.
Romelu Lukaku gat ekki falið vonbrigðin. AFP

Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir 2:1-tap á heimavelli sínum gegn Sevilla í kvöld. Staðan eftir fyrri leik liðanna var markalaus og fer Sevilla því áfram með 2:1-samanlögðum sigri.

Staðan í hálfleik var markalaus, en Wissam Ben Yedder kom inn á sem varamaður hjá Sevilla á 74. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði hann með hnitmiðuðu skoti innan teigs og aðeins fjórum mínútum eftir það skoraði hann aftur, nú með skalla af stuttu færi. 

Romelu Lukaku lagaði stöðuna fyrir United á 84. mínútu, en nær komst United ekki og er því úr leik. Sevilla átti fleiri skot og hættulegri færi og eru úrslitin verðskulduð. 

Roma er einnig komið áfram eftir 1:0-heimasigur á Shakhtar Donetsk á Ítalíu. Edin Dzeko skoraði sigurmarkið á 52. mínútu og fer Roma áfram með mörkum skoruðum á útivelli, en samanlögð úrslit urðu 2:2. 

Leikmenn Roma fagna sigurmarkinu í kvöld.
Leikmenn Roma fagna sigurmarkinu í kvöld. AFP
Man. Utd 1:2 Sevilla opna loka
90. mín. Pablo Sarabia (Sevilla) fær gult spjald Fyrir að tefja.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert