Bayern flaug áfram í Meistaradeildinni

Leikmenn Bayern München fagna einu af mörkum sínum í kvöld.
Leikmenn Bayern München fagna einu af mörkum sínum í kvöld. AFP

Þýskalandsmeistarar Bayern München fóru af gríðarlegu öryggi áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir annan sigur gegn Besiktas frá Tyrklandi, nú 3:1 á útivelli í einvígi liðanna í 16-liða úrslitunum.

Fyrri viðureignin í Þýskalandi fór 5:0 og því var síðari viðureignin nánast formsatriði fyrir Bayern. Thiago kom Bayern yfir í fyrri hálfleik og Tyrkirnir skoruðu svo sjálfsmark strax í upphafi þess síðari. Vagner Love minnkaði muninn fyrir Besiktas áður en Sandro Wagner bætti við þriðja markinu fyrir Bayern.

Þýsku meistararnir unnu einvígið því samanlagt 8:1 og eru komnir í átta liða úrslitin.

mbl.is