Morata dottinn úr landsliðshópnum

Það hefur gengið erfiðlega hjá Morata.
Það hefur gengið erfiðlega hjá Morata. AFP

Framherjinn Álvaro Morata er ekki í landsliðshóp Spánverja fyrir vináttuleikina gegn Þjóðverjum og Argentínumönnum í síðar í mánuðinum.

Morata hefur ekki skorað á árinu 2018 og vermt varamannabekk Chelsea undanfarna þrjá leiki. Chelsea keypti Morata á 75 milljónir punda frá Real Madrid síðasta sumar.

Sóknarmaðurinn hefur skorað 12 mörk í 37 leikjum fyrir Chelsea en síðasta markið hans kom á öðrum degi jóla. Diego Costa, sem Morata kom í staðinn fyrir hjá Chelsea, er hins vegar kominn aftur í hópinn eftir árs fjarveru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert