Úrslitalið síðasta árs drógust saman

Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid mæta ítalska stórliðinu …
Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid mæta ítalska stórliðinu Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. AFP

Liðin sem léku til úrslita i Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla á síðasta ári, Juventus og Real Madrid, drógust saman í átta liða úrslitum keppninnar að þessu sinni, en dregið var fyrir fáeinum mínútum í höfuðstöðvum UEFA, Knattspyrnusamabands Evrópu.

Evrópumeistara Real Madrid eiga síðari leikinn á heimavelli. 

Ensku liðin Liverpool og Manchester City drógust einnig saman.

Barcelona – AS Roma

Sevilla – Bayern München

Juventus – Real Madrid

Liverpool – Manchester City

Fyrri viðureignir átta liða úrslita fara fram 3. og 4. apríl og þær síðari í vikunni á eftir, 10. og 11. apríl.  

Dregið verður til undanúrslita 13. apríl.

Undanúrslitin eru ráðgerð 24. og 25. apríl annarsvegar og 1. og 2. maí hinsvegar.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2018 verður háður á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði í Úkraínu laugardaginn 26. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert