Lyon á leiðinni í bann frá Evrópukeppnum

Stuðningsmenn Lyon sprengdu flugelda fyrir leik.
Stuðningsmenn Lyon sprengdu flugelda fyrir leik. AFP

Franska knattspyrnufélagið Lyon er að öllum líkindum á leiðinni í bann frá Evrópukeppnum eftir ólæti stuðningsmanna fyrir leikinn gegn CSKA Moskvu í Evrópudeildinni fyrir helgi.

Lyon fékk skilorðsbundið bann frá Evrópukeppnum í apríl á síðasta ári vegna slagsmála stuðningsmanna og nú er búið að rjúfa skilorðið. 

Evrópska knattspyrnusambandið kærði félagið fyrir framferði stuðningsmannanna, sem gerðu sig seka um rasisma, slagsmál, að sprengja flugelda og koma í veg fyrir að stuðningsmenn kæmust inn á völlinn.

Að sögn lögreglu voru allt að 150 stuðningsmenn sem áttu í handalögmálum við lögregluþjóna fyrir utan Groupama-völlinn fyrir leikinn. Tekið verður á málinu 31. maí næstkomandi. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert